53. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 16. apríl 2024 kl. 09:10


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Indriði Ingi Stefánsson (IIS), kl. 09:10
Ingibjörg Isaksen (IÓI) fyrir Ágúst Bjarna Garðarsson (ÁBG), kl. 11:02
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Ingibjörg Isaksen vék af fundi kl. 11:08.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 50., 51. og 52. fundar voru samþykktar.

2) Efnahagsmál á Reykjanesskaga Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benný Ósk Harðardóttur, Ingvar Guðjónsson, Höllu Maríu Sveinsdóttur, Örnu Magnúsdóttur, Jakob Sigurðsson, Erlu Ósk Pétursdóttur og Hermann Waldorff.

3) 726. mál - rýni á fjárfestingum erlendra aðila vegna þjóðaröryggis og allsherjarreglu Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Hrefnu Ingimundardóttur og Sigurð Helgason frá Samtökum atvinnulífsins, Maríu Guðjónsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands, Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Sigríði Mogensen frá Samtökum iðnaðarins.

4) 147. mál - eignarréttur og erfð lífeyris Kl. 11:00
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður málsins.

5) 880. mál - skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 11:01
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Ágúst Bjarni Garðarsson verði framsögumaður málsins.

6) 913. mál - brottfall ýmissa laga á sviði fjármálamarkaðar Kl. 11:02
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Ágúst Bjarni Garðarsson verði framsögumaður málsins.

7) 914. mál - innviðir markaða fyrir fjármálagerninga sem byggjast á dreifðri færsluskrártækni Kl. 11:03
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Jóhann Friðrik Friðriksson verði framsögumaður málsins.

8) 915. mál - breyting á ýmsum lögum á fjármálamarkaði Kl. 11:03
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins.

9) 916. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 11:03
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Jóhann Friðrik Friðriksson verði framsögumaður málsins.

10) 911. mál - Nýsköpunarsjóðurinn Kría Kl. 11:04
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Teitur Björn Einarsson verði framsögumaður málsins.

11) 912. mál - frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna Kl. 11:04
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Diljá Mist Einarsdóttir verði framsögumaður málsins.

12) 627. mál - fyrirtækjaskrá o.fl. Kl. 11:05
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum
viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit með breytingartillögu rita: Teitur Björn Einarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Ágúst Bjarni Garðarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið skv. heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

13) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10